Þú getur hjálpað Ingu Maríu í úrslitum í alþjóðlegri lagakeppni!

Inga María Hjartardóttir, tónlistarkona frá Akranesi, heldur áfram að gera það gott á sínu sviði. Nýverið komst lag hennar inn í lokakeppni International Songwriter of the Year og er það mikið afrek.

Alls voru 16.000 lög send inn í keppnina og aðeins 2% þeirra komust í gegnum nálaraugað og inn í sjálfa lokakeppnina.

 

Lagið sem Inga María samdi heitir Good in Goodbye. Lagið er flokkað sem „Unpublished“ sem þýðir að hún gaf það út án aðstoðar frá útgáfufyrirtæki.

Lagið er hér fyrir neðan.

Dómnefndin í lokakeppninni er skipuð stjörnum á borð við Tom Waits, Lorde, Don Omar, Bastille, Kaskade, Hardwell og fleirum.

Skagamenn nær og fjær geta lagt lóð sína á vogarskálarnar með Ingu Maríu. Það er hægt að gera með því að smella á myndina hér fyrir neðan. Það eina sem þarf að gera er að skrá nafn og netfang og ýta á takkann við hliðina á laginu hennar Ingu Maríu.