Björn Bergmann eini Skagamaðurinn í landsliði Íslands

Björn Bergmann Sigurðarson leikmaður Rostov í Rússlandi – er einn af 29 leikmönnum sem leika tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum. Mótherjar Íslands verða Mexíkó og Perú.

Fyrri leikurinn er þann 23. mars á Levi’s vellinum í San Francisco og sá síðari gegn Mexíkó þann 27. mars á Red Bull Arena í New Jersey.

Eins og áðurs segir eru 29 leikmenn í hópnum en nokkrir þeirra taka aðeins þátt í leiknum gegn Mexíkó.

Það eru þeir Samúel Kári Friðjónsson, Aron Einar Gunnarsson og Albert Guðmundsson, en Samúel Kári og Albert fara til móts við U21 karla sem leikur gegn Norður Írum 26. mars.

Leikirnir eru hluti af undirbúning íslenska liðsins fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Skagamennirnir Arnór Smárason og Tryggvi Hrafn Haraldsson fá ekki tækifæri með liðinu í þessum leikjum – en þeir hafa báðir verið í A-landsliðsverkefnum Íslands á undanförnum misserum.


Markmenn
FæddurTímabilLMFélag
Hannes Þór Halldórsson19842011-201748Randers FC
Ögmundur Kristinsson19892014-201715SBV Excelsior
Ingvar Jonsson19892014-20166Sandefjord
Rúnar Alex Rúnarsson19952017-20182FC Nordsjæland
Frederik Schram19952017-20182FC Roskilde
Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson19842007-2017761Valur
Ragnar Sigurðsson19862007-2017743Rubin Kazan FC
Kári Árnason19822005-2017644Aberdeen FC
Ari Freyr Skúlason19872009-201752KSC Lokeren
Sverrir Ingi Ingason19932014-2017163Rostov FC
Hörður Björgvin Magnússon19932014-2017152Bristol City FC
Jón Guðni Fjóluson19892010-201812IFK Norrkoping
Hjörtur Hermannsson19952016-201861Brøndby IF
Hólmar Örn Eyjólfsson19902012-20188Levski Sofia
Samúel Kári Friðjónsson *199620182Valerenga
Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson *19892008-2017762Cardiff City FC
Birkir Bjarnason19882010-2017639Aston Villa FC
Jóhann Berg Guðmundsson19902008-2017637Burnley FC
Emil Hallfreðsson19842005-2017611Udinese Calcio
Rúrik Gíslason19882009-2017433SV Sandhausen
Theodór Elmar Bjarnason19872007-2017381Elazigspor
Ólafur Ingi Skúlason19832004-2018341Kardemir Karabükspor
Arnór Ingvi Traustason19932015-2018175Malmö FF
Sóknarmenn
Kolbeinn Sigþórsson19902010-20164422FC Nantes
Jón Daði Böðvarsson19922012-2017362Reading FC
Viðar Örn Kjartansson19902014-2017162Maccabi Tel-Aviv FC
Björn Bergmann Sigurðarson19912011-201791Rostov FC
Kjartan Henry Finnbogason19862011-201792AC Horsens
Albert Guðmundsson *19972017-201833PSV