Þórdís Kolbrún nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var um helgina kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95,6% atkvæða á landsfundi flokksins sem fram fór í Laugardalshöll.

Alls greiddu 772 atkvæði í varaformannskjörinu og hlaut Þórdís Kolbrún 720 af þeim.

Þórdís Kolbrún er fædd á Akranesi 4. nóvember árið 1987 og stundaði hér nám í Brekkubæjarskóla og Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þetta er í fyrsta sinn sem Þórdís Kolbrún gegnir þessu embætti og er hún fyrsti Skagamaðurinn sem er varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Foreldrar hennar eru Gylfi R. Guðmundsson (fæddur 16. mars 1956) þjónustustjóri, sonur Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur alþingismanns, systursonur Guðjóns A. Kristjánssonar alþingismanns, og Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir (fædd 28. maí 1957) sjúkraliði. Maki Þórdísar er Hjalti Sigvaldason Mogensen (fæddur 28. maí 1984) lögmaður. Foreldrar: Sigvaldi Þorsteinsson og Kristín I. Mogensen. Börn: Marvin Gylfi (2012), Kristín Fjóla (2016).