Fjölmennur kór frá Chicago söng í Akranesvita

Það er alltaf líf og fjör í Akranesvitanum hjá Hilmari Sigvaldasyni Vitaverði okkar Skagamanna.

Í dag, föstudaginn 23. mars, komu rúmlega 50 nemendur úr Walter Payton háskólanum í Chicago í heimsókn. Krakkarnir sungu að sjálfsögðu í Akranesvitanum en þau hafa m.a. sungið í Skálholtskirkju og í Hörpu í þessari heimsókn sinni á Íslandi.

Fallega málaðir steinar eftir krakkana frá Chicago eru nú að finna við Akranesvitann og var hugmyndaflugið mikið hjá krökkunum í listsköpun sinni. Hér má hlusta á söng þeirra þar sem þau fluttu Sofðu unga ástin mín.