Neistinn nýtur góðs af kraftinum í góðgerðafélaginu Eyni

GEY – Góðgerðafélagið Eynir í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi heldur áfram að gefa af sér með ýmsum hætti.

Tæplega 280.000 kr. söfnuðust nýverið á bingókvöldi sem fram fór í FVA og þar var safnað fyrir Neistanum.

Fulltrúar GEY hittu formann Neistans á dögunum og afhentu upphæðina sem safnaðist á bingókvöldinu.



 

Vinningarnir á Bingókvöldinu voru glæsilegir. Má þar nefna Simonsen krullujárn frá Hárhúsi Kötlu, úr frá Húrra Reykjavík, matarveisla frá Matarkjallaranum, fjórhjólaferð frá Safari Quads, listaverk frá Aldísi Petru og Classic tour fyrir tvo frá Into the Glacier.

 

Neistinn er styrktarfélag hjartveikra barna, og var stofnað þann 9. maí 1995 . Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á velferð hjartveikra barna og fullorðinna með hjartagalla. Í dag eru rúmlega 400 fjölskyldur í félaginu.