Frábær árangur hjá ÍA á Íslandsmótinu í hópfimleikum

Skagamenn náðu frábærum árangri á Íslandsmótinu í hópfimleikum sem fram fór á Egilsstöðum og Akranesi.

Fimleikafélag Akraness sendi þrjú lið fyrir hönd ÍA í 5. flokki á mótið sem fram fór á Egilsstöðum. Þessi lið stóðu öll á verðlaunapallinum í mótslok eftir að hafa náð gull, silfur og bronsverðlaununum. Lið nr. 1 frá FIMA varð jafnframt Íslands – og bikarmeistari í 5. flokki.

Keppendur í 3. flokki náðu einnig frábærum árangri og höfnuðu í 1. og 5. sæti í sinni deild.

Fimleikakrakkarnir frá Skaganum náðu einnig flottum árangri á heimavelli fyrir rúmri viku síðan þegar Íslandsmótið í 1. og 2. flokkk fór fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þar náði ÍA 1. sætinu í 2. flokki b og í 1. flokki varð ÍA í þriðja sæti.

Íslandsmeistarar ÍA í 3. fl. C.

Keppendur ÍA í 5. flokki sem enduðu í þremur efstu sætunum og Íslands – og deildarmeistarar í 5. flokki.

Íslandsmeistarar ÍA í 3. fl. C.

3. flokkur ÍA sem keppti á Egilsstöðum.

Íslandsmeistarar ÍA í 3. fl. C.

3.fl ÍA sem endaði í 5. sæti.

Fimleikakrakkarnir frá Skaganum náðu einnig flottum árangri á heimavelli fyrir rúmri viku síðan þegar Íslandsmótið í 1. og 2. flokkk fór fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þar náði ÍA 1. sætinu í 2. flokki b og í 1. flokki varð ÍA í þriðja sæti.

 

Íslandsmeistaralið ÍA  í 2.fl b.

Lið 1. flokks ÍA sem endaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í hópfimleikum á Akranesi.

Lið 1. flokks ÍA sem endaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í hópfimleikum á Akranesi.