Íslandsbanki heldur áfram að styðja við bakið á KFÍA

Íslandsbanki hefur verið dyggur stuðningsaðili KFÍA um margra ára skeið. Nýverið endurnýjaði Íslandsbanki samstarfssaminginn við Knattspyrnufélag ÍA.

Með þessum samstarfssamningi, sem er til tveggja ára, mun bankinn halda áfram að styðja vel við bakið á knattspyrnufólki á Akranesi.

Á myndinni við undirskrift samstarfssamningsins má sjá þau Valdísi Eyjólfsdóttur viðskiptastjóra einstaklinga, Magnús Daníel Brandsson útibússtjóra Íslandsbanka á Akranesi, Magnús Guðmundsson formann KFÍA og Sævar Frey Þráinsson varaformann KFÍA.

„Íslandsbanki hefur verið mikilvægur stuðningsaðili við fótboltann á Akranesi í mörg ár og þessi samningur festir það samstarf enn frekar í sessi. Ég vil þakka bankanum fyrir þeirra framlag til okkar í KFÍA en án svona styrks væri ekki hægt að halda uppi eins góðu starfi í félaginu og nú er,“ sagði Magnús Guðmundsson formaður aðalstjórnar KFÍA.

 

Magnús Brandsson útibússtjóri Íslandsbanka á Akranesi lýsir yfir mikilli ánægju með þennan samning og að Íslandsbanki haldi áfram að vera einn af aðalstuðningsaðilum KFÍA eins og bankinn hefur verið í mörg ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá KFÍA og Íslandsbanka.

Auglýsing