Framsókn og frjálsir ræða við Samfylkinguna – Sævar áfram bæjarstjóri?

Formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akraness eru hafnar. Valgarður Lyngdal Jónsson, sem leiddi lista Samfylkingarinnar, staðfesti í samtali við Skagafréttir að viðræður við Framsókn og frjálsa hefðu hafist í gær.

„Við höfum ekki sett neinn tímaramma á viðræðurnar, en þetta ferli mun taka einhverja daga. Það er góður gangur í viðræðunum,“ bætti Valgarður við en Samfylkingin fékk þrjá fulltrúa kjörna í bæjarstjórn Akraness.

Elsa Lára Arnardóttir var efst á lista Framsóknar og frjálsra en flokkurinn fékk tvo fulltrúa kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra fulltrúa en alls eru níu bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Akraness.

Valgarður sagði ennfremur að það Sævar Freyr Þráinsson væri fyrsti kostur hjá báðum flokkum varðandi bæjarstjórastólinn. Sævar Freyr hefur gegnt embætti bæjarstjóra frá því í mars 2017 en hann tók við af Regínu Ástvaldsdóttur.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/05/27/lokatolur-fra-akranesi-meirihlutinn-fell-og-thrir-flokkar-fengu-fulltrua/

Sævar Freyr Þráinsson. Mynd/Akranes.is