Starf skólastjóra auglýst á vef Akraneskaupstaðar

Við leitum að skapandi og metnaðarfullum leiðtoga segir í fyrirsögn í frétt á vef Akraneskaupstaðar. Þar er sagt frá því að hægt sé að sækja um stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Akraness.

Tónlistarskólinn var stofnaður árið 1955 og telja nemendur skólans í dag um 300. Hlutverk Tónlistarskólans á Akranesi er að stuðla að öflugu og fjölbreyttu tónlistarlífi en skólinn býr við mjög góðan aðbúnað til tónlistarkennslu.

Guðmundur Óli Gunnarsson sagði upp störfum í vor sem skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi. Ragnar Skúlason aðstoðarskólastjóri sinni starfi skólastjóra þar til nýr skólastjóri verður ráðinn.

Nánar í þessari frétt á vef Akraneskaupstaðar. 

 

Auglýsing