Andri Snær og félagar stóðu sig vel á ólympíuleikunum í stærðfræði

Skagamaðurinn Andri Snær Axelsson keppti í síðustu viku fyrir Ísland á ólympíuleikunum í stærðfræði.  Ólymp­íu­leik­arn­ir í ár voru þeir 59. í röðinni og voru þeir haldn­ir í Rúm­en­íu. Í keppn­inni tóku þátt yfir 600 stærðfræðing­ar á fram­halds­skóla­aldri.

Elv­ar Wang Atla­son, liðsfélagi Andra Snæs, fékk bronsverðlaun á mótinu. Íslend­ing­ur hlaut síðast bronsverðlaun árið 2014, en Íslend­ing­ar hafa alls hlotið 11 bronsverðlaun og ein silf­ur­verðlaun frá upp­hafi þátt­töku.

Andri Snær er nemandi í MR en hann er sonur Axels Gústafssonar og Kristínar Halldórsdóttur sem eru búsett á Akranesi.

Andri Snær þrætti þröngt nálarauga til þess að komast í ólympíuliðið. Alls tóku 324 nemendur af öllu landinu í forkeppninni hér á landi. Rúmlega 40 komust í úrslit og var Andri Snær einn þeirra. Hann keppti síðan ásamt 17 öðrum íslenskum keppendum í Norrænni stærðfræðikeppni þann 9. apríl s.l.

Árangur hans var það góður í þeirri keppni að Andri Snær komst í Ólympíulið Íslands.

Andri Snær Axelsson.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/04/16/andri-snaer-reiknadi-sig-inn-i-olympiulid-islands/

Auglýsing