Gulir og glaðir Skagafeðgar á lokahringnum í Eyjum

Kristófer Orri Þórðarson, afrekskylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, vakti athygli á lokakeppnisdegi Íslandsmótsins í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum.

Guli Skagaliturinn var í aðalhlutverki í keppnisfatnaði Kristófers Orra enda á hann ættir að rekja á Akranes. Að sjálfsögðu valdi hann að vera gulur og glaður þegar mest á reyndi á lokahringnum.

Faðir hans er Þórður Már Jóhannesson, en Þórður var aðstoðarmaður Kristófers í Eyjum.

Amma og afi Kristófers Orra í föðurætt eru þau Herdís Þórðardóttir og Jóhannes S. Ólafsson – sem hafa kryddað matarmenningu Skagamanna með Mönsvagninum.

Kristófer Orri lét að sér kveða á mótinu eftir langa fjarveru vegna meiðsla en hann er fæddur árið 1997 og er því 21 árs. Hann endaði jafn í 4.-5. sæti á -4 samtals og hélt þar uppi heiðri Skagamanna á þessu Íslandsmóti.

Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi.

1. Axel Bóasson, GK (65-67-70-66) 268 högg (-12)
2. Björn Óskar Guðjónsson, GM (66-69-68-67) 270 högg (-10)
3. Haraldur Franklín Magnús, GR (72-62-71-66) 271 högg (-9)
4.-5. Kristján Þór Einarsson, GM (70-69-69-68) 276 högg (-4)
4.-5. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (73-66-69-68) 276 högg (-4)
6.-7. Stefán Þór Bogason, GR (70-68-72-68) 278 högg (-2)
6.-7. Gísli Sveinbergsson GK -4 F 34 36 70 0 69 67 72 70 278 -2

Alls tóku 130 keppendur þátt á Íslandsmótinu í Eyjum og komu þeir frá 17 klúbbum víðsvegar af landinu. Golfklúbburinn Leynir var ekki með fulltrúa á þessu Íslandsmóti.

Golfklúbbur ReykjavíkurGR35
Golfklúbbur Kópavogs og GarðabæjarGKG25
Golfklúbburinn KeilirGK20
Golfklúbbur MosfellsbæjarGM14
Golfklúbbur VestmannaeyjaGV9
Golfklúbbur AkureyrarGA9
Golfklúbbur SelfossGOS3
Golfklúbbur SetbergsGSE2
Golfklúbbur SuðurnesjaGS2
Golfklúbburinn Hamar DalvíkGHD2
Golfklúbbur FjallabyggðarGFB2
Golfklúbbur BorgarnessGB2
NesklúbburinnNK1
Golfklúbburinn Jökull ÓlafsvíkGJÓ1
Golfklúbbur HelluGHR1
Golfklúbbur HveragerðisGHG1
Golfklúbbur FljótsdalshéraðsGFH1