Skagamenn koma mikið við sögu á nýjum geisladiski Guðrúnar Gunnars

Söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð í tónlistinni á Íslandi.

Nýverið gaf söngkonan út disk þar sem að Skagamenn koma mikið við sögu.

Sigurbjörg Þrastardóttir og Guðmundur Kristjánsson eiga texta við lög sem Guðrún syngur.

Geisladiskurinn ber nafnið Eilífa tungl en það er jafnframt titillinn á ljóðinu sem Sigurbjörg samdi fyrir þetta verkefni.

Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti og kórstjóri hjá Akraneskirkju, á eitt lag á geisladisknum sem Guðrún flytur.

Sveinn Arnar segir í samtali við skagafrettir.is að Guðrún hafi óskað eftir því að fá lagið og textana eftir að hafa heyrt Kór Akraneskirkju frumflytja lagið á tónleikum fyrir þremur árum síðan.

„Þetta var á aðventutónleikum kórs Akraneskirkju árið 2015. Þar frumflutti kórinn lagið Elífa tungl. Einnig var flutt lagið Vetrarljós, lag eftir Benny Andersson og það var hann Guðmundur Kristjánsson sem er héðan frá Akranesi, sem gerði ljóðið. Guðrún var gestur okkar á þessum tónleikum. Guðrún hreifst af þessum lögum og ljóðum og á nýjum geisladiski Guðrúnar sem kom út í lok október eru bæði þessi lög. Diskurinn fékk einmitt nafnið Eilífa tungl,“ segir Sveinn Arnar en hann hefur verið  organisti og kórstjóri við Akraneskirkju frá 2002.

Auglýsing