Síminn komin aftur í Omnis

Síminn og Omnis verslun á Akranesi hafa skrifað undir endusölusamning sem þýðir að Omnis Verslun mun verða umboðsaðili Símans á Akranesi.

Omnis Verslun mun sinna sölu og þjónustuhlutverki fyrir Símann ásamt almennum ráðleggingum um vörur og þjónustur Símans auk afhendingu búnaðar.

 

Myndin er frá undirritun samningsins í morgun. Á henni eru Orri Hauksson forstjóri Símans, Jóhanna Sigurvinsdóttir og Ingþór Bergmann Þórhallsson eigendur Omnis og Berglind Björg Harðardóttir forstöðumaður Einstaklingssölusviðs Símans.

Omnis Verslun hefur áður sinnt þessu hlutverki og þekkir því vel til þeirra vara og þjónusta sem að Síminn hefur upp á að bjóða. Markmiðið með þessum samningi er að auka þjónustu Símans á Akranesi og í nær sveitum.

Gert er ráð fyrir að Omnis Verslun taki formlega við keflinu þann 6. desember.

„Við hlökkum mikið til að þjónusta viðskiptavini Símans á nýjan leik,“ segir í tilkynningu frá Omnis Verslun.

 

Auglýsing



Auglýsing