Hugmyndir reifaðar að færa kennslu í 10. bekk í húsnæði FVA

Auglýsing



Á síðasta fundi Skóla – og frístundaráðs var fjallað um þá hugmynd að grunnskólarnir á Akranesi fái afnot af hluta af rými Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fyrir nemendur 10. bekkjar.

„Verkefnið er á hugmyndastigi. Ef haldið verður áfram með þessa vinnu þarf að fara af stað mikið samráð við nemendur, foreldra og starfsfólk um útfærslu,“ segir Valgerður Janusdóttir sviðstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Akraneskaupstað við Skagafréttir.

Valgerður bætir því við að kostir og gallar þess að flytja 10. bekkina í húsnæði FVA verði skoðaðir nánar áður en endanleg ákvörðun verði tekin.

Á fundinum var samþykkt að fela bæjarstjóra það verkefni að vinna að frekari útfærslu á hugmyndinni í samstarfi við skólastjórnendur í grunnskólum Akraneskaupstaðar.

Lagt er til að leitað verði eftir því við menntamálaráðuneytið að FVA og grunnskólarnir á Akranesi vinni að tilraunarverkefni sem miðar að samstarfi milli skólastiga.

„Nýuppgert húsnæði í FVA er í boði og mörg tækifæri til þróunarstarfs felast í því tækifæri sem er verið að skoða,“ segir Valgerður. 

 

Auglýsing



Auglýsing