Auglýsing
Rúmlega 26 milljónir kr. fara í það verkefni að rífa sementsstrompinn ef áætlanir Akraneskaupstaðar ganga eftir.
Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisráðs var samþykkt að leggja það til við bæjarráða að ganga frá samkomulagi við fyrirtækið Work North ehf. um niðurrifið.
Work North ehf. hefur á undanförnum misserum unnið að því að rífa niður byggingar á Sementsreitnum og er það verkefni á lokametrunum.
Ragnar B. Sæmundsson formaður skipulags – og umhverfisráðs sagði í samtali við Skagafréttir þann26. nóvember s.l. að vonir standi til þess að strompurinn verði rifinn niður snemma á næsta ári.
„Það eru tveir kostir í stöðunni, að rífa strompinn í einu lagi eða að búta hann niður. Verkfræðistofan Mannvit mun leggja línurnar þegar við höfum fengið allar upplýsingar. Það er að mörgu að hyggja, öryggismálin þurfa að vera 100%, og á því sviði erum við að safna gögnum,“ segir Ragnar.
Auglýsing
Auglýsing