Ásta var himinlifandi með útgáfutónleika Kórs Akraneskirkju

Auglýsing



Færri komust að en vildu á útgáfutónleika Kórs Akraneskirkju sem fram fór s.l. laugardag í Vinaminni.

Kórinn gaf nýverið út geisladiskinn Þýtur í stráum – og var efnið af disknum flutt á tónleikunum.

Valgeir Guðjónsson, sem er einn þekkasti tónlistarmaður landsins, kom einnig fram á tónleikunum. Valgeir á eitt lag á disknum og var hann mjög ánægður með útkomuna á laginu.

Það er mögnuð tilfinning að heyra lög sem fæðast hér á Eyrarbakka breiða út vængi sína í flutningi metnaðarfullra kóra til sjávar og sveita

„Við Bakkastofuhjón lögðum land undir fót á hreint hjartnæma útgáfutónleika Kórs Akraneskirkju í gær laugardag.

Diskurinn „Þýtur í stráum“ er með heillandi lagavali sem kórinn flytur af tærri snilld undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.

„Kveiktu á ljósi“ lag og ljóð Valgeirs er meðal laganna á disknum og meðal þeirra laga sem Gunnar Gunnarsson hefur útsett fyrir okkur að undanförnu.

Það er mögnuð tilfinning að heyra lög sem fæðast hér á Eyrarbakka breiða út vængi sína í flutningi metnaðarfullra kóra til sjávar og sveita,“ segir Ásta Kristrún Ragnarsdóttir en hún er eiginkona Valgeirs Guðjónssonar.

Eins og áður segir komust færri að en vildu í Vinaminni en rúmlega 150 gestir voru viðstaddir á útgáfutónleikunum.

Viðar Guðmundsson lék á píanó, Jón Rafnsson lék á kontrabassa, Kristín Sigurjónsdóttir kórfélagi lék á fiðlu, Eyjólfur Rúnar Stefánsson kórfélagi lék á gítar, Halldór Hallgrímsson kórfélagi söng einsöng og Sveinn Arnar Sæmundsson stjórnaði öllu saman.

Auglýsing



Auglýsing