Valdís, Arnór og Birgir fengu atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2018

Auglýsing



Eins og kunnugt var Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona hjá Wolfsburg í Þýskalandi, útnefnd Íþróttamaður ársins 2018. Er það í fyrsta sinn sem hún hlýtur útnefninguna og er hún sjöunda konan sem hlýtur þessa nafnbót.

Íþróttafólk sem er fætt á Akranesi kom við sögu í þessu kjöri en alls fengu þrír Skagamenn atkvæði.

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, varð í 11. sæti í kjörinu með 49 stig.

Arnór Sigurðsson knattspyrnumaður hjá CSKA Moskva, fékk alls 17 stig og endaði í 15. sæti í kjörinu.

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, og íþróttastjóri Leynis fékk 1 stig og endaði í 30.-31. sæti í kjörinu.

Valdís Þóra og Birgir Leifur voru bæði í liði ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna.

Lið ársins var valið landslið Íslands í golfi og þjálfari ársins Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar.

Alls tóku 30 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna þátt í kjörinu í ár og má sjá niðurstöður þess hér fyrir neðan:

Frá upphafi hafa tveir úr röðum ÍA fengið þessa nafnbót, Guðjón Guðmundsson árið 1972 og Ragnheiður Runólfsdóttir árið 1991.

Íþróttamaður ársins 2018

1. Sara Björk Gunnarsdóttir fótbolti 464
2. Júlían J. K. Jóhannsson kraftlyftingar 416
3. Gylfi Þór Sigurðsson fótbolti 344
4. Guðjón Valur Sigurðsson handbolti 164
5. Alfreð Finnbogason fótbolti 136
6. Jóhann Berg Guðmundsson fótbolti 124
7.-8. Haraldur Franklín Magnús golf 95
7.-8. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir frjálsíþróttir 95
9. Valgarð Reinhardsson fimleikar 58
10. Martin Hermannsson körfubolti 56
11. Valdís Þóra Jónsdóttir golf 49
12. Aron Einar Gunnarsson fótbolti 39
13. Aron Pálmarsson handbolti 25
14. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir íþr. fatlaðra 18
15. Arnór Sigurðsson fótbolti 17
16. Andrea Sif Pétursdóttir fimleikar 16
17. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir golf 15
18. Róbert Ísak Jónsson íþr. fatlaðra 12
19. Axel Bóasson golf 11
20. Anton Sveinn McKee sund 9
21.-22. Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttir 4
21.-22. Arnar Davíð Jónsson keila 4
23. Helena Sverrisdóttir körfubolti 4
24. Hannes Þór Halldórsson fótbolti 3
25.-29. Sif Atladóttir fótbolti 2
25.-29. Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttir 2
25.-29. Guðni Valur Guðnason frjálsíþróttir 2
25.-29. Fanney Hauksdóttir kraftlyftingar 2
25.-29. Glódís Perla Viggósdóttir fótbolti 2
30.-31. Þuríður Erla Helgadóttir lyftingar 1
30.-31. Birgir Leifur Hafþórsson golf 1

http://localhost:8888/skagafrettir/2016/11/06/tveir-skagamenn-hafa-verid-kjornir-ithrottamenn-arsins-a-islandi/

Auglýsing



Auglýsing