Styttist í verklok á Sementsreitnum – sjáðu breytingarnar!

Það styttist í að verktakinn Work North ehf. ljúki við niðurrif bygginga á Sementsreitnum.

Sementsstrompurinn stendur einn eftir og lokafrágangur stendur yfir á svæðinu þar sem að margar byggingar stóðu áður.

Work North ehf. mun sjá um að fella sementsstrompinn og verður það gert á næstunni.

Ekki er búið að bjóða út 2. hluta verkefnsins við niðurrif á sementsreitnum.

Rífa á niður veggina sem umlykja svæðið þar sem að skeljasandur hefur verið geymdur frá því að framleiðsla á sementi hófst á sínum tíma á Akranesi.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem sýna vel stöðuna á verkefninu. Og er ekki annað að sjá en að frágangurinn á svæðinu sé til fyrirmyndar.

Þessi mynd var tekin í lok desember 2018. Lokafrágangur stóð þá yfir og búið er að slétta svæðið þar sem byggingarnar sem voru rifnar stóðu áður.

Svona var staðan þann 16. september 2018.

Svona var staðan þann 16. september 2018.

Svona var staðan þann 18. júlí 2018.

Svona var staðan þann 13. ágúst 2018:

 

Auglýsing



Auglýsing