Arnór á topp 20 listanum yfir bestu táninga Evrópu

Auglýsing



Skagamaðurinn  Arn­ór Sig­urðsson er í hópi tutt­ugu bestu tán­inga í fót­bolt­an­um í Evr­ópu, sam­kvæmt sam­an­tekt hol­lenska knatt­spyrnu­tíma­rits­ins Voet­bal In­ternati­onal. Þetta kemur fram á mbl.is.

Arnór er í 18. sæti listans.

„Íslensk­ur efn­is­pilt­ur í Rússlandi. Arn­ór Sig­urðsson var frá­bær í Meist­ara­deild Evr­ópu í des­em­ber. Með mark og stoðsend­ingu átti hann stór­an þátt í mögnuðum 3:0 útisigri CSKA Moskva gegn Real Madrid,“ segir m.a. í umsögninni um landsliðsmanninn sem lék sinn fyrsta A-landsleik í nóvember á síðasta ári.

Arnór lét gott af sér leiða í jólafríi sínu hér á Akranesi á dögunum. Hann mætti m.a. á æfingu hjá yngri flokkum ÍA þar sem að ungir iðkendur spurðu hann um ýmislegt varðandi feril hans og atvinnumennsku. Arnór svaraði þeim spurningum með glöðu geði og er hann ein helsta fyrirmynd margra ungra leikmanna úr röðum ÍA og á landsvísu.

Þeir tutt­ugu sem Voet­bal In­ternati­onal til­grein­ir eru:

1. Matt­hijs De Lig­ht, Ajax og Hol­land, fædd­ur 1999
2. Jadon Sancho, Dort­mund og Eng­land, fædd­ur 2000
3. Kai Havertz, Le­verku­sen og Þýska­land, fædd­ur 1999
4. Gi­anluigi Donn­ar­umma, AC Mil­an og Ítal­ía, fædd­ur 1999
5. Mattéo Gu­endouzi, Arsenal og Frakk­land, fædd­ur 1999
6. Ryan Sessegnon, Ful­ham og Eng­land, fædd­ur 2000
7. Decl­an Rice, West Ham og Eng­land, fædd­ur 1999
8. Just­in Klui­vert, Roma og Hol­land, fædd­ur 1999
9. Abdul­ka­dir Ömür, Trabzon­spor og Tyrk­land, fædd­ur 1999
10. Vinícius Júni­or, Real Madrid og Bras­il­ía, fædd­ur 2000
11. Sandro Tonali, Brescia og Ítal­ía, fædd­ur 2000
12. Al­b­an Lafont, Fior­ent­ina og Frakk­land, fædd­ur 1999
13. Hann­es Wolf, Salzburg og Aust­ur­ríki, fædd­ur 1999
14. Evan N’Dicka, Frankfurt og Frakk­land, fædd­ur 1999
15. Ibra­hima Konaté, RB Leipzig og Frakk­land, fædd­ur 1999
16. Dan-Axel Zaga­dou, Dort­mund og Frakk­land, fædd­ur 1999
17. Reiss Nel­son, Hof­fen­heim og Eng­land, fædd­ur 1999
18. Arn­ór Sig­urðsson, CSKA Moskva og Ísland, fædd­ur 1999
19. Nicolo Zani­olo, Roma og Ítal­ía, fædd­ur 1999
20. Mat­heus Cunha, RB Leipzig og Bras­il­ía, fædd­ur 1999

Auglýsing



Auglýsing