Tímavélin: Þekkir þú handboltakappana á myndinni?

Auglýsing



Heimsmeistaramótið í handbolta karla hefst í dag. Það er því við hæfi að rifja aðeins upp handboltaiðkun Skagamanna með áhugaverðri mynd úr fórum Magnúsar Oddssonar.

Skagamenn léku og æfðu handbolta í marga áratugi en handboltaiðkun lagðist af á síðustu áratugum síðustu aldar.

Skagamaðurinn Magnús Oddsson, fyrrum ferðamálastjóri Íslands, á þessa mynd sem tekin var af handknattleiksliði Gagnfræðaskóla Akraness.

Líklega er myndin frá árinu 1961 eða 1962 – en æfingar voru á þeim tíma í íþróttahúsinu við Laugarbraut.

Efri röð frá vinstri: Sigursteinn Hákonarson, Ingi Steinar Gunnlaugsson, Þórólfur Ævar Sigurðsson, Viktor Björnsson.Fremri röð frá vinstri: Sigurjón Sigurðsson, Kári Geirlaugsson, Magnús Oddsson, Magnús Ólason.

 

Auglýsing



Auglýsing