„Óperutöfrar er einstakur viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara“



Þann 24. febrúar n.k. eru stórtónleikarnir Óperutöfrar á dagskrá í Tónbergi það eru þau Hanna Þóra Guðbrandsdóttir og Birgir Þórisson sem standa að þessum viðburði í gegnum Menningarfélagið Bohéme.

„Markmið okkar er að styðja við bakið á fjölbreyttu tónlistarlífi í heimabyggð og nærsveitum. Við viljum að fólk fái sömu tækifæri í að sækja tónlistarviðburð í sínu bæjarfélagi í topp gæðaflokki og að efla tónlistar- og listafólk í heimabyggð. Að tónleikunum koma að megninu til fólk af Vesturlandi – hvort sem það snýr að skipulagningu, uppsetningu á auglýsingum eða flutningi á tónleikunum,“ segir Hanna Þóra en hún tekur þátt í þessu verkefni sem skipuleggjandi og söngkona.

Óperutöfrar er einstakur viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Á þessum tónleikur koma fram fjöldi tónlistarmanna af Vesturlandi, bæði í hópi einsöngvara sem og hljómsveitarinnar og kórs,“ segir Hanna Þóra og dregur fram þá staðreynd að líklega sé þetta í fyrsta sinn sem slíkur viðburður er settur upp á Akranesi.

Einsöngvarar eru Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir og Elmar Gilbertsson. Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri og Sveinn Arnar Sæmundsson er kórstjóri.

„Sérstaða viðburðarins er óperutónlist en ekki er vitað til að áður hafa verið haldnir svona óperutónleikar á Akranesi af þessari stærðargráðu. Að þeim koma þrír einsöngvarar, 8 manna hljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og Kór Akraneskirkju undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.

Á tónleikunum verða fluttar aríur, dúettar og óperukórar úr þekktum óperum en tónlistin er valin með það í huga að vera aðgengileg og auðheyrð. Þannig ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á tónleikunum og eru þeir tilvaldir fyrir þá sem vilja kynnast töfraheimi óperunnar eða eru að fara í fyrsta skipti á slíkan viðburð,“ segir Hanna Þóra að lokum.

 

Auglýsing



Auglýsing