Hallbera Guðný kemst í merkilegan hóp landsliðskvenna í dag



Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir kemst í dag í merkilegan hóp landsliðskvenna í knattspyrnu.

Skagakonan leikur í dag sinn 100. landsleik fyrir A-landslið kvenna.

Hallbera Guðný er 33 ára gömul og leikur með Val en hún lék með yngri flokkum ÍA og mfl. ÍA á árum áður.

Aðeins sjö konur hafa leikið 100 A-landsleiki frá upphafi og verður Hallbera Guðný sú áttunda.

Leikjahæstu leikmenn A-landsliðs Íslands:

Katrín Jóns­dótt­ir (133)
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir (121)
Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir (117)
Dóra María Lár­us­dótt­ir (114)
Hólm­fríður Magnús­dótt­ir (112)
Þóra B. Helga­dótt­ir (108)
Edda Garðars­dótt­ir (103)

„Ef allt geng­ur að ósk­um á æf­ing­unni í dag þá spila ég minn 100. lands­leik. Ég hef svo sem ekk­ert verið að horfa í þessa tölu en að sjálf­sögðu er þetta ákveðinn áfangi á ferl­in­um með landsliðinu. Það verður mjög gam­an að komst í þenn­an góða hóp sem hef­ur náð að spila 100 leiki fyr­ir ís­lenska landsliðið,“ sagði Hall­bera í sam­tali við mbl.is.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér:

 

Auglýsing



Auglýsing