Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari karlaliðs ÍA segir að það verði skemmtilegt verkefni að mæta Breiðabliki á útivelli í toppslag Pepsi-Maxdeildar karla á sunnudagskvöld á Kópavogsvelli. Í samtali við skagafrettir.is segir þjálfarinn að hópurinn sé samstilltur og allir hafi trú á sigri gegn Breiðabliki.
Leikurinn fer fram á nýjum gervigrasvelli í Kópavogi en Jóhannes Karl telur að það geti jafnvel hentað ÍA liðinu vel að mæta Blikum á gervigrasinu.
Viðtalið má sjá og heyra hér fyrir neðan en það var tekið rétt fyrir æfingu ÍA í dag, laugardaginn 18. maí.