Sigríður Steinunn hætt sem verkefnastjóri atvinnumála

Sigríður Steinunn Jónsdóttir hefur látið af störfum sem verkefnastjóri atvinnumála hjá Akraneskaupstað. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akraness frá 16. maí s.l.

Sigríður Steinunn var ráðin í starfið s.l. haust og hóf störf þann 1. desember s.l. Staðan er ný hjá Akraneskaupstað og sóttu 27 aðilar um starfið þegar það var auglýst.

Síðasta verkefni Sigríðar Steinunnar tengdist markaðsátaki á Akranesi á sviði heilsu sem tekið var fyrir á bæjarráðsfundinum 16. maí.

Í bóknun bæjarráðs er Sigríði Steinunni þakkað góð störf í þágu Akraneskaupstaðar og henni var óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Sigríður Steinunn lét af störfum þann 21. maí s.l. eftir tæplega sex mánuði í starfinu og tekur hún við nýju framtíðarstarfi.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/11/05/sigridur-nyr-verkefnastjori-atvinnumala-hja-akraneskaupstad/