Umtalsverð hækkun í nýjum rekstrarsamning Leynis og Akraneskaupstaðar


Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum s.l. þriðjudag einróma nýjan rekstrarsamning við Golfklúbbinn Leyni.

Samningurinn er til þriggja ára og er umtalsverð hækkun á fjárhæðinni sem Leynir fær til að reksturs golfvallarins að Görðum.

Akraneskaupstaður leggur Golfklúbbnum Leyni til árlega framlag til reksturs golfvallar að fjárhæð kr. 16.100.000. Upphæðin var nálægt 9 milljónum í gamla samningnum.

Sérstakir rekstrarstyrkir Akraneskaupstaðar til félaga vegna þjálfunar og annarrar starfsemi sbr. samning við Íþróttabandalag Akraness frá í
maí 2005, eru veittir Golfklúbbnum Leyni óháð samningi þessum.