Hörður og Stefán sömdu á ný við ÍA – þriggja ára samningur


Hörður Ingi Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson hafa samið á ný við Knattspyrnufélag ÍA. Þeir skrifuðu undir samning til þriggja ára.

Hörður Ingi Gunnarsson er fæddur árið 1998 og hefur spilað 32 deildar- og bikarleiki með ÍA og skorað í þeim eitt mark. Hann á að baki fjölda unglingalandsliðsleikja með U17, U19 og U21 árs landsliðum Íslands.

Stefán Teitur Þórðarson er fæddur árið 1998 og hefur spilað 57 deildar- og bikarleiki með ÍA og skorað í þeim 14 mörk. Hann á að baki landsleiki með U21 árs landsliði Íslands.

„Hörður og Stefán hafa staðið sig gríðarlega vel í sumar þrátt fyrir ungan aldur. Það er líka mikilvægt að búið sé að ganga frá langtímasamningi við þá báða. Það sýnir fram á stefnu félagsins að ganga frá samningamálum við lykilleikmenn sem fyrst,“ segir Sigurður Þór Sigursteinsson framkvæmdastjóri KFÍA í viðtali á heimasíðu félagsins.