Dúxinn úr FVA er með alltof mikla frestunaráráttu


„Það hjálpar mikið til að vera klár en maður þarf að leggja mikið á sig líka, mæta í skólann, vinna verkefni vel og mæta undirbúinn í próf,“ segir Atli Teitur Brynjarsson 18 ára Skagamaður sem útskrifaðist nýverið af náttúrúfræðibraut með hæstu einkunn frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Hvaðan ertu af landinu?
„Ég myndi segja að ég væri af Skaganum, fæddist hér og hef búið hérna í rúmlega 12 ár núna en ég á ættir að rekja hingað og þangað.“

Helsti kostur FVA?
„Mikið af símatsáföngum, þeir hentuðu mér mjög vel.“

Besta minningin úr FVA?
„Dimmisjónið.“

Er það rétt að þú hafir horft á alla Game of Thrones seríuna í prófatörninni?

„Neei ekki alveg, það er náttúrulega varla hægt að kalla þetta prófatörn þar sem ég var bara í einu lokaprófi en svo var það líka þannig að ég kláraði fyrstu 7 seríurnar á rúmri viku til að hita upp fyrir lokaseríuna sem byrjaði í páskafríinu þannig það var rúm vika í að námsmatsdagarnir byrjuðu.“

Hver eru áhugamál þín?
„Fótbolti og golf eru helstu áhugamálin en ég hef gaman af flestum íþróttum.“

Hvað hræðist þú mest?
„Dauðann.“

Hvaða FVA nemandi er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
„Fullt af efnilegu liði í FVA en ef ég á að nefna einn þá myndi ég segja Gísli Laxdal Unnarsson en hann hefur verið að vekja athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, checkið á honum @gislilaxdal.“

Hver var fyndnastur í skólanum?
„Fólkið í Skutlunni náði að setja saman gott myndband fyrir árshátíðina gef þeim heiðurinn.“

Hvað sástu síðast í bíó?
„Avengers Endgame“

Hvernig var þín upplifun af mötuneytinu í FVA:  
„Mjög góð, ég var oft í mat og verslaði allt of mikið af hafraklöttum og Pepsi Max í sjoppunni hjá stelpunum.“

Hver er þinn helsti galli?
„Ég er með alltof mikla frestunaráráttu.“

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
„Snapchat, Instagram og TikTok“

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FVA?
„Hafa alla áfangana lokaprófslausa.“

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
„Tight“

Hvernig fannst þér félagslífið í skólanum?
„Félagslífið er fínt, góð mæting á allt sem er í gangi og allt vel skipulagt.“

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
„Er stefnulaus að svo stöddu en ég ferðast vonandi eitthvað og fer síðan í háskóla þarnæsta haust, klára það nám (líklega einhver verkfræði) og byrja að vinna svo ég geti haft það gott á mínum efri árum.“

Hver er best klædd/ur í FVA?
„Ásta María, Sigurður Hrannar og Þór Llorens fá að verma efstu sætin. Rétt að nefna það að  Marvin Darri kom sterkur inn á liðinni önn og fylgir fast á eftir.“

Eftirlætis:
Kennari: Kristín Edda

Fag í skólanum: Íslenska

Sjónvarpsþættir: Community

Kvikmynd: Shawshank redemption

Hljómsveit/tónlistarmaður: Tyler, the creator, Frank Ocean og Childish Gambino eru í uppáhaldi

Leikari: Donald Glover

Vefsíður: fotbolti.net og buzzfeed.com

Flíkin:  Svört GOLF peysa með litlu litríku logoi

Skyndibiti: KFC

Hvaða tónlist/lag fílar þú í laumi („guilty pleasure)? Ekki beint guilty pleasure en Come sail away með Styx er óvinsælt meðal vina minna