Viðskiptaveldi Stefaníu og Ásdísar vex og dafnar – selja ís til styrktar #egabaraeittlif


Vinkonurnar Stefanía Líf Viðarsdóttir og Ásdís Hekla Kristjánsdóttir ætla að endurtaka leikinn og opna aftur ísbúð á milli Víðigrundar 7 og 9 og bjóða upp á ítalskan kúluís.

„Í fyrra fannst okkur vanta alvöru ísbúð hér á Skaganum og miða við þau viðbrögðin sem ísbúðin fékk þá, er klárlega viðskiptatækifæri fyrir hágæða ísbúð hér á Akranesi,“ segir Stefanía Líf, 8 ára grunnskólanemi.

Stelpurnar vilja láta gott af sér leiða og fóru í dag og afhentu minningarsjóði Einars Darra allan ágóðan af íssölunni frá því í fyrra sem var um 17 þúsund krónur.

Stelpurnar vilja láta gott af sér leiða og fóru í dag og afhentu minningarsjóði Einars Darra allan ágóðan af íssölunni frá því í fyrra sem var um 17 þúsund krónur.

Minningarsjóðurinn stendur fyrir þjóðarátakinu #egabaraeittlif sem er fræðsla og forvörn gegn lyfjamisnotkun. Stefanía og Ásdís ætla aftur að láta íssöluna þetta árið renna til góðgerðamála.

Frá opnun ísbúðarinnar í fyrra, þar sem hin geðþekki bæjarstjóri Sævar Freyr Þráinsson klippti á borða og opnaði ísbúðina.

Ísbúðin verður opinn á milli kl. 16 og 18 á föstudeginum á írskum dögum. Stelpurnar vilja halda áfram að bjóða upp á sanngjarnt verð á ísnum og verður sama verðlagning og í fyrra, sem er 100 kr. fyrir fyrir eina kúlu og 150 kr. fyrir tvær kúlur.

„Þrátt fyrir breyttar aðstæður í þjóðfélaginu, þá höfum við enga þörf á því að okra á neytendum og viljum bara halda okkur við gamla góða verðið,“ segir Ásdís Hekla, 8 ára.