Ævar og Ísak eru Guinness-meistarar í golfi 2019


Þórólfur Ævar Sigurðsson og Ísak Örn Elvarsson stóðu uppi sem sigurvegarar á Opna Guinness golfmótinu sem fram fór laugardaginn 6. júlí.

Þeir léku á 59 höggum nettó .

Ævar er 73 ára og Ísak Örn er 17 ára en þeir kepptu fyrir tæknisvið fréttamiðilsins skagafrettir.is.

Alls tóku 174 keppendur þátt en um var að ræða tveggja manna liðakeppni með Texas-Scramble leikforminu.

1.Skagafréttir Tæknisvið
(Þórólfur Ævar Sigurðsson GL / Ísak Örn Elvarsson GOT), 59 högg nettó

2. HM
(Halldór Einir Smárason GG / Guðmundur Ingvi Einarsson GJÓ), 60 högg nettó, 31 högg á seinni níu

3. Tveir trylltir
(Björn Viktor Viktorsson/Viktor Elvar Viktorsson), 60 högg nettó, 32 högg á seinni níu

Nándarverðlaun á par 3 holum

3. hola, Jón Alfreðsson GL, 41 cm.

8. hola, Jón Alfreðsson GL, 1.5 m.

14. hola, Kristján Ólafsson GR, stoppaði á holubrún 1mm.

18. hola, Bjarni Þór Lúðvíksson GR, 1.22 m.