Skóflan h.f. bauð lægst í gang – og hjólastíga fyrir Akraneskaupstað


Skipulags – og umhverfisráð Akraneskaupstaðar hélt sinn 122. fund þann 12. ágúst s.l.

Þar voru ýmis mál á dagskrá. Hæst bar að ákveðið var að ganga til samninga við Skóflan h.f. vegna tveggja verkefna sem fyrirtækið bauð í ásamt fleirum.

Tilboðin í verkefnin voru tæplega 7 milljónum kr. undir kostnaðaráætlun.

Í fyrsta lagi er verkefnið gangstéttir og hjólastígar í nýjum hverfum 2019 en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 8.501.000 kr.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið.
Skóflan h.f. kr. 8.075.000
Íslandsgámar kr. 16.998.104

Á fundinum var einnig fjallað um tilboð í göngu- og hjólastíg að golfvellinum, Garðavöll. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 21.657.000 kr.

Öll þrjú tilboðin voru undir kostnaðaráætlun.

Skóflan h.f. kr. 15.125.000
Bjarmar ehf. kr. 17.792.000
Þróttur ehf. kr. 18.482.885

Skipulags- og umhverfisráð hefur sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda um verkin.