Þráinn Haraldsson kjörinn sóknarprestur á Akranesi og í Hvalfirði


„Ég er glaður og þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka til að halda þjóna íbúum á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit og standa fyrir öflugu kirkjustarfi í nýju sameinuðu prestakalli, segir séra Þráinn Haraldsson við Skagafréttir.

Þráinn var í gærkvöld kjörinn sóknarprestur í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli en fjórir sóttust eftir starfinu.

Biskup Íslands á eftir að skipa Þráinn í með formlegum hætti í embættið og verður það gert á næstunni.

Fjórir umsækjendur voru um starfið. Umsóknirnar voru teknar til umfjöllunar hjá matsnefnd um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallaði kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar.

Kjörnefnd kaus að því búnu milli umsækjendanna.

Eftirtaldir aðilar sóttu um:

Mag. theol. Dagur Fannar Magnússon
Dr. theol. Jón Ásgeir Sigurvinsson
Séra Úrsúla Árnadóttir
Séra Þráinn Haraldsson

Séra Þráinn var skipaður prestur á Akranesi í byrjun árs 2015. Hann var valinn úr hópi 10 umsækjenda. Hann er fæddur árið 1984 og var starfandi prestur í Álasundi í Noregi áður en hann kom á Akranes. Embættið sem Þráinn var ráðinn í á sínum var nýtt og starfaði Þráinn með séra Eðvarði Ingólfssyni sem lét nýverið af því embætti.