Brynjar Már keppir fyrir Ísland á HM U19 ára í Rússlandi


Brynjar Már Ellertsson, badmintonmaður úr ÍA, er í landsliði Íslands sem keppir á Heimsmeistaramóti ungmenna 19 ár og yngri. HM fer fram í borginni Kazan í Rússlandi, 30. september – 13. október

Brynjar hefur verið í fremstu röð á landsvísu í sínum aldursflokki um margra ára skeið. Hann kemur úr mikilli badmintonfjölskyldu. Foreldrar hans eru Brynja Kolbrún Pétursdóttir og Ellert Haraldsson. Yngri systkini Brynjars, María Rún og Breki Þór eru einnig í fremstu röð í sínum aldursflokkum í badmintoníþróttinni.

Tinna Helgadóttir, sem á ættir að rekja á Akranes, er landsliðsþjálfari.

Liðið er þannig skipað:

Andri Broddason, TBR
Brynjar Már Ellertsson, ÍA
Gústav Nilsson, TBR
Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, TBR
Karolina Prus, TBR
Una Hrund Örvar, BH

Mórið er bæði liða- og einstaklingskeppni. Liðkeppnin fer fram 30. september – 5.október og einstaklingskeppnin 7. – 13. október.

Tinna er dóttir Helga Magnússonar og Örnu Arnórsdóttur, sem eru bæði fædd og uppalinn á Akranesi. Helgi starfaði lengi sem íþróttakennari í FVA á Akranesi og Arna er leikskólakennari á Akranesi.

Tinna Helgadóttir.