Fjölbreytt og þétt dagskrá í boði í heilsueflingu fyrir íbúa á Akranesi +60 ára


Anna Bjarnadóttir, íþróttakennari, verður með þétta og fjölbreytta dagskrá í heilsueflingu fyrir íbúa á Akranesi sem eru 60 ára og eldri.

Sérstaklega skal tekið fram að þessi heilsuefling er í boði fyrr 60 ára og eldri, óháð getu.

Kennslan verður miðuð við þarfir og óskir hvers og eins.

Dagskráin er hér fyrir neðan og það þarf ekkert annað að gera en að mæta, taka þátt og skemmta sér.


Mánudaga: 9:00-9:45
*Jaðarsbakkar, hátíðarsalur. Unnið með þol, liðleika og styrk.


Mánudaga: 16:15
*Ganga, mæting við N1/Skútuna


Þriðjudaga: 9:00-9:45
*Jaðarsbakkar, parketsalur. Styrkur og lóð.


Fimmtudaga: 9:00-9:45
*Jaðarsbakkar, hátíðarsalur. Unnið með þol, liðleika og styrk.


Föstudaga: 9:00-9:45
*Jaðarsbakkar, parketsalur. Styrkur og lóð.



*Einu sinni í mánuði verður sérstök opnun í Guðlaugu, einnig er áætlað að nýta Akraneshöllina af og til fyrir göngu.