Valdís Þóra fékk um 600.000 kr. í verðlaunafé í Frakklandi


Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, náði næst besta árangri sínum á þessu tímabili á LET Evrópumótaröðinni á Lacoste mótinu í Frakklandi.

Atvinnumótaröðin er sú sterkasta í Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki.

Valdís Þóra lék hringina fjóra á +2 samtals (79-66-70-71). Eins og sjá má gekk ýmislegt á hjá Valdís Þóru á þessum fjórum keppnisdögum.

Hún vann sig sterkt til baka eftir erfiða byrjun á mótinu. Fyrir árangurinn í Frakklandi fékk Valdís Þóra um 600.000 kr. í verðlaunafé.

Sigurvegarinn, Nelly Korda, frá Bandaríkjunum lék á -15 samtals og fékk hún tæplega 7 milljónir kr. í verðlaunafé.

Lokastaðan: