Grundaskóli góður í stærðfræði en íslenskuna þarf að bæta


Nemendur í Grundaskóla stóðu sig svipað og undanfarin ár í samræmdu prófunum í 4. og 7. bekk. Það sem stendur upp úr er að árangur nemenda í Grundaskóla er betri í stærðfræði en á landsvísu.

Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Grundaskóla.

Í íslensku eru nemendur í Grundaskóla undir meðaltali á landsvísu – sem er sama staða og undanfarin ár.

Niðurstöðurnar eru birtar í raðeinkunnum og þeim er skipt upp í þrjú bil.

Raðeinkunn 1-24, 25-75 og 76-99.

Til að útskýra hvað felst í raðeinkunn þá þýðir t.d að ef nemandi fær raðeinkunn 70, eru 30% nemanda á landsvísu fyrir ofan hann. Ef nemandi fær 25 í raðeinkunn eru 75% nemenda með betri árangur og svo framvegis.

Nánar um einkunnir í Grundaskóla hér:

This image has an empty alt attribute; its file name is 72170445_1472232842901227_3534778245184487424_n.jpg