Frumsýningu á Litlu Hryllingsbúðinni frestað um eina viku


Frumsýningu á Litlu Hryllingsbúðinni, í uppsetningu Skagaleikflokksins, hefur verið seinkað um eina viku en þetta kemur fram í tilkynningu til miðakaupenda á vefsíðunni midi.is.

Skessuhorn greindi fyrst frá.

Frumsýningin verður föstudaginn 15. nóvember og sýningin sem átti að vera fimmtudaginn 14. nóvember fer fram föstudaginn 22. nóvember.

Söngleikurinn verður sýndur á fjölum Bíóhallarinnar.

„Skagaleikflokkurinn biður þá sem verða fyrir óþægindum af þessum sökun afsökunar og vonast til að sjá sem flesta káta og hressa á glæsilegri sýningu í Bíóhöllinni á Akranesi,“ segir í tilkynningunni.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/09/12/skagaleikflokkurinn-leitar-ad-haefileikariku-listafolki-fyrir-litlu-hryllingsbudina/