Öflugt farþegaskip siglir með ferðamenn frá Akranesi vorið 2020


Skagamaðurinn Gunnar Leifur Stefánsson og viðskiptafélagar hans ætla að blása enn meira lífi í ferðamennskuna á Akranesi þegar sól tekur að hækka á lofti á næsta ári.

Þetta kemur á vef Skessuhorns.

Farþegaskipið Akranes, sem tekur um 100 farþega, verður gert út frá Akranesi þar sem að sjóstangveiði og hvalaskoðun verða í aðalhlutverki.

Skipið hét áður Víkingur og var gert út í Vestmannaeyjum til siglinga með ferðamenn.

Gunnar Leifur kveðst bjartsýnn á að nú sé ferðaþjónusta á Akranesi að taka við sér.

„Ég hef enn fulla trú á að Akranes eigi mikið inni þegar ferðaþjónusta er annars vegar og skora á fólk að flýta annarri uppbyggingu og styrkja þannig stoðirnar. Það vantar til dæmis hótel og ýmsa aðra þjónustu í bæjarfélagið,“ segir Gunnar Leifur í samtali við skessuhorn.is.

‎Mynd/Óskar P. Friðriksson‎.
‎Mynd/Óskar P. Friðriksson‎.