Gatan við nýja reiðskemmu Dreyra fékk formlegt nafn


Á næstu mánuðum og misserum mun ný reiðskemma rísa á svæði Hestamannafélagsins Dreyra við Æðarodda.

Það þarf að hnýta marga hnúta í formlegheitunum þegar ráðist er í slíka framkvæmd.

Eitt af því er að gefa götunni við væntanlega reiðskemmu nafn. Það þarf að gera m.a. til þess að hægt sé að stofna lóð í deiliskipulagi.

Á fundi skipulags – og umhverfisráðs á dögunum var samþykkt tillaga frá hestamannafélaginu Dreyra að gatan fái nafnið Blautós.

Þessi tillaga var síðan samþykkt á fundi Bæjarstjórnar og gatan við þjóðveg 51 verður hér eftir með nafnið Blautós.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/05/25/dreyri-staekkar-reidhollina-a-aedarodda-a-eigin-kostnad/
http://localhost:8888/skagafrettir/2018/02/07/nefnd-sett-a-laggirnar-vegna-reidhallar-dreyra/