Tíu umsækjendur um starf slökkviliðsstjóra – hér er listinn


Alls sóttu ellefu um starf slökkviliðsstjóra Akraness og Hvalfjarðarsveitar sem auglýst var til umsóknar nýverið. Einn umsækjenda dró umsóknina til baka.

Á meðal umsækjenda er ein kona og athygli vekur að fréttamaðurinn Jóhann K. Jóhannsson á Stöð 2 er á meðal umsækjenda. Í hópnum eru að sjálfsögðu þaulreyndir sérfræðingar á þessu sviði.

Eftirfarandi aðilar sóttu um starfið:

Einar Bergmann Sveinsson, deildarstjóri á forvarnasviði
Guðni Kristinn Einarsson, eigandi/Framkvæmdastjóri
Gunnar Björgvinsson, sérfræðingur
Helga K Haug Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Jens Heiðar Ragnarsson, verkefnastjóri sterkstraums
Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður/Vaktstjóri
Leiknir Sigurbjörnsson, trésmiður
Sigurður Þór Elísson, varðstjóri/þjálfunarstjóri
Þórður Bogason, sjúkraflutningamaður
Þorlákur Snær Helgason, varaslökkviliðsstjóri