Ingi Þór fékk bestu jólagjöfina sem hann gat óskað sér


„Það má segja að mér hafi hlotnast besta jólagjöf fyrr og síðar í lok vikunnar,“ segir Ingi Þór Jónsson í færslu á fésbókarsíðu sinni.

Skagamaðurin á árum áður í fremstu röð á heimsvísu í sundíþróttinni. Ingi Þór er fæddur árið 1962 árið á Akranesi og var hann í hópi tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 1980 og aftur 1982.

Ingi Þór fór í sneiðmyndatöku nýverið vegna verkja í kviðarholi. Í þeirri rannsókn kom í ljós fyrir algjöra tilviljun að Ingi Þór er með ósæðar gúll sem er lífshættulegt.

„Núna verður jólunum eytt við að fá bata við ristlinum og undirbúningur fyrir uppskurð við þessum leynda kvilla sem vonandi fer fram um áramótin og svo nokkra mánaða endurhæfing þar á eftir. Ég stefni ótrauður á að vera gaurinn með stóra örið framan á mér í sturtunni í Sundhöllinni með vorinu, Annars bara hress og kátur og óska ykkur öllum Gleðilegra Jóla og farsældar á nýju ári, Ást og hlýju,“ skrifar Ingi Þór á fésbókar síðu sína.

Ingi Þór hefur á undanförnum árum verið búsettur á Íslandi eftir að hafa dvalið um margra áratuga skeið erlendis. Ingi Þór,

Eins og áður segir var Ingi Þór um árabil einn fremsti sundmaður landsins, setti fjölda Íslandsmeta og á Ólympíuleikunum í Los Angeles keppti hann í 100 og 200 m skriðsundi og í 100 m flugsundi.

Ingi hætti keppni að leikunum loknum en þá var hann handhafi Íslandsmeta í sex greinum í karlaflokki.