Kór Akraneskirkju með hátíðar – og gleðistund í Tónbergi


Kór Akraneskirkju verður með hátíðar- og gleðistund í nánd jólanna í Tónbergi á fimmtudaginn.

Þar verður boðið upp á fjölbreytta jólatónlist, keltneska hljóma, íslenska þjóðartóna og ameríska sykursætu. Söngvar um jólagæsina, rjúpnaveiðar, frið á jörðu, Grýlu, mistilteina, kerti og spil, leikföng í búðum, fannhvíta jörð, jólaboð, minningar og að sjálfsögðu um fæðingu frelsarans.

Léttreyktar kynningar, sögur og spjall mun gleðigjafinn Viðar Guðmundssonar sjá um en hann mun einnig leika á píanó.

Gunnar Hrafnsson leikur á kontrabassa og einnig stíga fram einsöngvarar og hljóðfæraleikarar úr kórnum.

Sérstakur gestur er Gísli Magna söngvari.

Boðið verður upp á kaffi og smákökur í hléi.

Miðasala í Verslunni Bjargi og á Tix.is.