Ísak Bergmann sá efnilegasti í Austur-Gotlandi


Efnilegasti knattspyrnumaður Austur-Gotlands í Svíþjóð árið 2019 er Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson.

Frá þessu kjöri er greint á heimasíðu Norrköping en Ísak Bergmann er leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins.

Skagamaðurinn er fæddur árið 2003 og fær því bílfprófið á næsta ári. Frændi hans, Oliver Stefánsson, sem er fæddur árið 2002, er einnig leikmaður Norrköping en hann hefur glímt við meiðsli að undanförnu og fór í aðgerð nýverið.

Aust­ur-Got­land er svæði á suðaust­ur­hluta Svíþjóðar, en þar eru borg­ir eins og Lin­köp­ing, Mjöl­by, Mota­la og Norr­köp­ing.

Sænska knattspyrnusambandið er með 23 slík svæðissambönd á sínum vegum á öllu landinu.

Hér má sjá umjöllun um valið á heimasíðu knattspyrnusambands Östergotland

Ísak Bergmann er þessa stundina staddur á Akranesi þar sem hann nýtur þess að vera í fríi með fjölskyldunni. Hann æfir samt sem áður af krafti í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum.

„Ég er mjög stolt­ur af þess­um verðlaun­um og sér­stak­lega þar sem ég er á mínu fyrsta ári hjá fé­lag­inu,“ segir Ísak í viðtali á heimasíðu félagsins. 

Ísak Bergmann er yngsti leikmaðurinn í sögu ÍA til að leika Íslandsmótsleik með mfl. karla. Hann hefur þrívegis verið í leikmannahóp Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni – og einu sinni komið við sögu í leik í Allsvenskan. Hann hefur leikið 21 landsleik fyrir yngri landslið Íslands og skorað alls 11 mörk.