Myndasyrpa: Sólin stóð kyrr yfir Akranesi á stysta degi ársins


Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, það er hættir að hækka eða lækka á lofti. Í dag, 22. desember, eru vetrarsólstöður.

Fram að áramótum mun daginn lengja um 18 mínútur alls.

Sólstöður eða sólhvörf er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs.

Sólstöður eru tvisvar á ári, sumarsólstöður á tímabilinu 20.-22. júní, þegar sólargangurinn er lengstur og vetrarsólstöður 20.-23. desember, þegar hann er stystur.

Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögum.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem skagafrettir.is tóku síðdegis í dag, 22. desember 2019.

Frá Akranesvita rétt fyrir kl. 16 þann 22. desember 2019. Mynd/skagafrettir.is
Frá Akranesvita rétt fyrir kl. 16 þann 22. desember 2019. Mynd/skagafrettir.is
Frá Akranesvita rétt fyrir kl. 16 þann 22. desember 2019. Mynd/skagafrettir.is
Frá Akranesvita rétt fyrir kl. 16 þann 22. desember 2019. Mynd/skagafrettir.is
Mynd sem tekin var frá bílastæðinu við Langasand rétt fyrir kl. 16 í dag. Mynd/skagafrettir.is
Mynd sem tekin var frá bílastæðinu við Langasand rétt fyrir kl. 16 í dag. Mynd/skagafrettir.is