Drífa Harðardóttir, badmintonmaður ársins 2019


Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2019. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 20. til og með 29 desember. 


Badmintonmaður ársins: Drífa Harðardóttir

Drífa býr og æfir í Danmörku þar sem hún spilar með Hvidovre en hefur þó allan sinn feril spilað fyrir ÍA á Íslandi. Hún hefur orðið Íslandsmeistari 9 sinnum, fjórum sinnum í tvíliðaleik og fimm sinnum í tvenndarleik.

Drífa er eina konan sem hefur orðið Íslandsmeistari í meistaraflokki fyrir ÍA og sú sem oftast hefur orðið Íslandsmeistari í meistaraflokki undir merkjum ÍA.

Drífa Harðardóttir.

Drífa keppti í ágúst á Heimsmeistaramóti öldunga í tvenndar- og tvíliðaleik og varð heimsmeistari í tvíliðaleik kvenna í 40-45 ára flokki. Drífa kíkir á æfingar hjá ÍA þegar hún kemur til landsins og er alltaf til í að leiðbeina og aðstoða krakkana og veita þeim harða keppni á æfingum. Drífa er góð fyrirmynd fyrir badmintonkrakka á Akranesi, bæði innan vallar og utan.

Helstu afrek Drífu á Íslandi á árinu:

  • Íslandsmeistari í meistaraflokki í tvíliðaleik kvenna.
  • 3.-4. sæti í tvenndarleik í meistaraflokki á Íslandsmóti.
  • Helstu afrek Drífu erlendis á árinu:
  • Heimsmeistari í tvíliðaleik kvenna í 40-45 ára flokki.

Hvernig stendur Drífa á landsvísu?

  • Drífa er ein af bestu tvíliða- og tvenndarleiksspilurum á Íslandi.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/23/hver-verdur-ithrottamadur-akraness-2019-thu-getur-tekid-thatt-og-kosid/