Arnór á lista yfir 50 efnilegustu leikmenn í Evrópu


Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er eini íslenski leikmaðurinn sem kemst inn á lista yfir 50 efnilegustu leikmennina sem spila með liðum í Evrópu. Leikmennirnir koma frá 25 mismundandi löndum.

Listinn er hér í heild sinni:

Listinn er birtur á vef UEFA og eru leikmennirnir 21 árs og yngri. UEFA hvetur lesendur til þess að fylgjast vel með þessum leikmönnum sem komast á listann að þessu sinni.

Arnór Sigurðsson leikur með CSKA í Moskvu. Í umsögn UEFA um Arnór segir að hann sé yngsti leikmaðurinn frá Íslandi til að spila í Meistaradeild Evrópu. Hann skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark á árinu 2019 fyrir Ísland.

„Yngsti Íslendingurinn í sögunni til að spila í Meistaradeildinni. Miðjumaðurinn skoraði sitt fyrsta mark með landsliði sínu í október," segir í umsögn UEFA um Arnór.

Flestir leikmenn á listanum eru frá Frakklandi eða alls 7. Athygli vekur að aðeins tveir leikmenn eru frá Norðurlöndunum og er Arnór annar þeirra.

BelgíaMaarten Vandevoordt (BEL, 17 – Genk)
BelgíaZinho Vanheusden (BEL, 20 – Standard)
3BelgíaYari Verschaeren (BEL, 18 – Anderlecht)
BrasilíaDodô (BRA, 21 – Shakhtar Donetsk)
BrasilíaGabriel Martinelli (BRA, 18 – Arsenal)
3BrasilíaTetê (BRA, 19 – Shakhtar Donetsk)
EnglandMason Greenwood (ENG, 18 – Manchester United)
EnglandReece James (ENG, 20 – Chelsea)
3EnglandBukayo Saka (ENG, 18 – Arsenal)
FrakklandYacine Adli (FRA, 19 – Bordeaux)
FrakklandEduardo Camavinga (FRA, 17 – Rennes)
FrakklandRayan Cherki (FRA, 16 – Lyon)
FrakklandOdsonne Édouard (FRA, 21 – Celtic)
FrakklandBoubacar Kamara (FRA, 20 – Marseille)
FrakklandJules Koundé (FRA, 21 – Sevilla)
7FrakklandBoubakary Soumaré (FRA, 20 – LOSC Lille)
1GeorgíaZuriko Davitashvili (GEO, 18 – Rubin Kazan)
GrikklandDimitris Emmanouilidis (GRE, 19 – Panathinaikos)
2GrikklandPanagiotis Retsos (GRE, 21 – Leverkusen)
HollandMyron Boadu (NED, 18 – AZ)
HollandNoa Lang (NED, 20 – Ajax)
3HollandCalvin Stengs (NED, 21 – AZ)
1ÍrlandTroy Parrott (IRL, 17, Tottenham)
1ÍslandArnór Sigurdsson (ISL, 20 – CSKA Moskva)
1ÍtalíaAlessandro Bastoni (ITA, 20 – Inter)
1KanadaJonathan David (CAN, 19 – Gent)
1KóreaLee Kang-in (KOR, 18 – Valencia)
1KosóvóBlendi Baftiu (KOS, 21 – Ballkani)
KróatíaDomagoj Bradarić (CRO, 20 – LOSC Lille)
2KróatíaNikola Moro (CRO, 21 – Dinamo Zagreb)
1MalíSékou Koïta (MLI, 20 – Salzburg)
1MexíkóDiego Lainez (MEX, 19 – Betis)
1PóllandMichał Karbownik (POL, 18 – Legia)
PortúgalFábio Silva (POR, 17 – Porto)
PortúgalFlorentino Luís (POR, 20 – Benfica)
PortúgalRafael Leão (POR, 20 – AC Milan)
PortúgalTomás Tavares (POR, 18 – Benfica)
PortúgalTomás Esteves (POR, 17 – Porto)
6PortúgalFrancisco Trincão (POR, 20 – Braga)
1RúmeníaDennis Man (ROU, 21 – FCSB)
RússlandVadim Karpov (RUS, 17 – CSKA Moskva)
2RússlandMagomed-Shapi Suleymanov (RUS, 20 – Krasnodar)
SerbíaStrahinja Pavlović (SRB, 18 – Partizan)
2SerbíaDušan Vlahović (SRB, 19 – Fiorentina)
SpánnAnsu Fati (ESP, 17 – Barcelona)
SpánnBryan Gil (ESP, 18 – Sevilla)
3SpánnOihan Sancet (ESP, 19 – Athletic Club)
1SvíþjóðDejan Kulusevski (SWE, 19 – Atalanta)
1ÚkraínaBogdan Lednev (UKR, 21 – Dynamo Kyiv)
1UngverjalandDominik Szoboszlai (HUN, 19 – Salzburg)