Gott ár hjá Bjarna Ólafssyni þrátt fyrir loðnuleysi


Hjá skipum Síldarvinnslunnar og dótturfélagsins Runólfs Hallfreðssonar ehf. gekk veiði á uppsjávartegundum vel á síðasta ári þrátt fyrir að engin loðna væri veidd.

Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Síldarvinnslunnar.

Áhöfnin á Bjarna Ólafssyni, AK 70, veiddi vel á árinu og verðmæti aflans var um einn milljarður kr. eða 970 milljónir kr. Heildarafli Bjarna Ólafssonar var tæplega 28 þúsund tonn.

Verð á uppsjávarafurðum var hátt þannig að afkoman var með betra móti.

Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar eru þrjú talsins og var afli þeirra í síld, kolmunna og makríl sem hér segir:

Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað vann 45.532 tonn af makríl og síld á síðasta ári og hefur aldrei áður verið unninn jafn mikill makríll í verinu.

Fiskimjölsverksmiðjan í Neskaupstað vann úr 97.000 tonnum af hráefni á árinu sem var að líða og verksmiðjan á Seyðisfirði úr 37.000 tonnum af kolmunna.