FVA féll naumlega úr leik í Gettu betur


Keppnislið Fjölbrautaskóla Vesturlands í spurningakeppninni Gettu betur hefur lokið keppni á þessu tímabili.

FVA keppti í 16-liða úrslitum í gær gegn Borgarholtsskóla.

Keppnin var spennandi en endaði með 21-16 sigri FVA.

Guðmundur Þór Hannesson, Amalía Sif Jessen og Karl Ívar Alfreðsson skipuðu keppnislið FVA í ár líkt og í fyrra.

Alls eru 7 skólar komnir í átta liða úrslit en úrslitin eru hér fyrir neðan.

Borgarholtsskóli – Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi 21-16
Menntaskólinn við Hamrahlíð – Kvennaskólinn í Reykjavík 18-24
Menntaskólinn á Akureyri – Tækniskólinn 15-19
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti – Menntaskólinn í Reykjavík 11-29
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 12-21

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/01/08/gettu-betur-lid-fva-flaug-afram-i-2-umferd/

Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Tækniskólinn kemst í átta liða úrslit keppninnar í sjónvarpinu.

Verkmenntaskóli Austurlands, Verslunarskólinn og Fjölbrautaskólinn við Ármúla voru áður komnir áfram, en 16-liða úrslitunum er ekki lokið því enn á eftir að endurtaka keppni MÍ og VA sem ákveðið var að gera vegna mistaka. Það verður gert við fyrsta tækifæri og að henni lokinni verður dregið í átta liða úrslit.