Opið hús á Stillholti 21 í nýju glæsilegu fjölbýlishúsi

Um næstu helgi eða laugardaginn 1. febrúar verður „opið hús“ í nýbyggingu við Stillholt 21 á Akranesi. Það er fasteignasalan Valfell sem er að selja íbúðirnar í þessu 10 hæða fjölbýlishúsi sem Þingvangur er að byggja.

Hákon Svavarsson eigandi Valfells segir í samtali við Skagafréttir að mikill áhugi hafi verið á íbúðunum allt frá því að framkvæmdir fóru af stað.

„Það eru 37 íbúðir í þessu glæsilega fjölbýlishúsi og 21 íbúð er seld. Við ætlum að bjóða áhugasömum að skoða fullbúnar íbúðir sem eru á 2. hæð. Íbúðirnar eru í 10 hæða klæddu lyftuhúsi. Íbúðirnar seljast fullbúnar án gólfefna en forstofa, þvottahús og baðherbergi eru flísalögð. Öllum íbúðunum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Innréttingar og fataskápar eru frá danska framleiðandanum HTH. Innihurðir og flísar eru frá Parka og heimilistækin eru frá Ormsson,“ segir Hákon enn fremur.

Eins og áður segir verður opið hús laugardaginn 1. febrúar á milli 13-14.

Teikningar af íbúðunum má finna hér.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/10/27/spennandi-eignir-med-frabaeru-utsyni-vid-stillholt-21/