Háskólanemar elska matinn hjá Dodda Gylfa og Stefaníu Sunnu


„Eitt þúsund og eitt hundrað manns í mat í Háskólanum i dag. Sem skiptist í Hámurétt, Veganrétt og salatbar! Sjæsen! Þá er sko gott að eiga eina Stefaníu Sunnu með sér,“ skrifaði Skagamaðurinn Þórður Gylfason á fésbókarsíðu sína nýverið.

Þórður, eða Doddi Gylfa, eins og hann er oftast kallaður stýrir einu stærsta mötuneyti landsins, Hámu, sem er staðsett á Háskólatorginu.

Háma er einnig í Stakkahlíð, Háskólabíói, Eirbergi og Árnagarði.

Skagakonan Stefanía Sunna Róbertsdóttir er einnig í eldlínunni í Hámu með Dodda Gylfa. Stefanía Sunna starfaði lengi sem matreiðslumaður á Galito á Akranesi.

Það er nóg um að vera í Hámu á hverjum einasta degi eins og sjá má á þessari mynd.
Þórður Gylfason og Stefanía Sunna.