Ungir kylfingar safna fyrir æfingaferð með púttmótaröð


Ungir kylfingar úr Golfklúbbnum Leyni stefna á að fara í æfingaferð erlendis í vor.

Barna – unglinga og afreksnefnd Leynis hefur að því tilefnið sett af stað púttmótaröð sem fram fer á sunnudögum á tímabilinu 2. febrúar – 22. mars.

Púttmótaröðin fer fram í nýrri æfingaaðstöðu Leynis í Garðavöllum á sunnudögum frá kl. 13-15.

Fimm bestu hringirnir hjá hverjum keppenda á púttmótaröðinni telja í heildarstigakeppninni.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í 14 ára og yngri flokknum, kvennaflokki og karlaflokki.

Keppnisgjaldið í hvert mót er 1000 kr.

Það geta allir tekið þátt, vanir eða óvanir, og púttsvæðið er í notalegu umhverfi í nýja frístundahúsinu við Garðavöll.